Hjá Hafnarfjarðarbæ leiddi ég stafræna umbreytingu hjá þriðja stærsta sveitarfélagi landsins. Ég hef umtalsverða stjórnunarreynslu og gengið vel á því sviði. Hlotnaðist sá heiður að vera
útnefndur millistjórnandi ársins árið 2022 hjá Stjórnvísi.
Árangur bæjarins hefur vakið athygli víða en að mörgu leyti hefur Hafnarfjarðarbær leitt stafrænar breytingar í sveitarfélögum. Lesa má um fjölda verkefna í svonefndum
verkefnasögum á vef bæjarins. Bærinn fékk nýsköpunarverðlaun hins opinbera 2025 fyrir leiðandi umbótastarf við stafræna umbreytingu í þjónustu og rekstri sveitarfélagsins.
Ég er með
samning við Stafrænt Ísland um ráðgjöf varðandi stafvæðingu hins opinbera í framhaldi af útboði sem fór fram árið 2024.