Um Fúnksjón

Stafræn ráðgjöf

Ef það er eitthvað sem ég er þekktur fyrir þá er það klára verkefni sem ég tek að mér. Komdu þessum vef loksins í loftið! Kláraðu þessa stefnu! Mældu árangurinn af stafrænum lausnum. Þannig færðu tiltrú á verkefnin.

Sigurjón í stuttu máli

25 ára reynsla - Höfundur Bókarinnar um vefinn - Reyndur fyrirlesari - Stýri vinnustofum - Verkefnastjóri - Stafrænn leiðtogi

Hér finnurðu mig

Fúnksjón slf.
Álfheimar 74, 6. hæð
108 Reykjavík
[email protected]
664-5505

Um mig

Fúnksjón er stafræn ráðgjöf Sigurjóns Ólafssonar. Starfsemin hófst árið 2013. Árið 2019 hóf ég störf sem sviðsstjóri þjónustu og þróunar hjá Hafnarfjarðarbæ og Fúnksjón fór í ótímabundinn dvala en árið 2024 var ráðgjöfin endurvakin og að fullu starfrækt á ný í ársbyrjun 2025.

Á árum áður stýrði ég vefmálum hjá Íslandsbanka (2011-2013) og Kaupþingi (2001-2008), vann við samskipta- og vefmál hjá Háskóla Íslands (2008-2011), PricewaterhouseCoopers (2000-2001) og Siglingastofnun (1997-2000).  Á árunum 2011-2019 kenndi ég vefmiðlun (aðjúnkt) við Háskóla Íslands og hef kennt í Endurmenntun HÍ, Vefskóla Tækniskólans og víðar. 

Ég er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá University of Amsterdam og stundaði nám í trúarbragðafræði við Háskóla Íslands.
Hjá Hafnarfjarðarbæ leiddi ég stafræna umbreytingu hjá þriðja stærsta sveitarfélagi landsins. Ég hef umtalsverða stjórnunarreynslu og gengið vel á því sviði. Hlotnaðist sá heiður að vera útnefndur millistjórnandi ársins árið 2022 hjá Stjórnvísi.

Árangur bæjarins hefur vakið athygli víða en að mörgu leyti hefur Hafnarfjarðarbær leitt stafrænar breytingar í sveitarfélögum. Lesa má um fjölda verkefna í svonefndum verkefnasögum á vef bæjarins.  Bærinn fékk nýsköpunarverðlaun hins opinbera 2025 fyrir leiðandi umbótastarf við stafræna umbreytingu í þjónustu og rekstri sveitarfélagsins.

Ég er með samning við Stafrænt Ísland um ráðgjöf varðandi stafvæðingu hins opinbera í framhaldi af útboði sem fór fram árið 2024.

ára reynsla

+

viðskiptavinir

%

ánægja viðskiptavina

+

verkefni lokið
Sigurjón Ólafsson með fyrirlestur á ráðstefnu Siteimprove

Fjölbreytt flóra viðskiptavina

Viðskiptavinir Fúnksjón eru frá nánast öllum geirum íslensks atvinnulífs: Einkafyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök, menntastofnanir o.fl. Dæmi um viðskiptavini má finna hér fyrir neðan.

Einkafyrirtæki: Almenni lífeyrissjóðurinn, EFLA, Bláa lónið, Eimskip, Icepharma, Miklaborg, Saga Travel,  Síminn, Útfararstofa kirkjugarðanna.

Stofnanir: Alþingi, Árnastofnun, Dómstólasýslan, FME, Forsætisráðuneytið, Hæstiréttur, Landspítalinn, Náttúrufræðistofnun, Persónuvernd, Samgöngustofa, Stjórnarráðið, Veðurstofa Íslands, Þjóðskjalasafn
Menntastofnanir: Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri, Mímir, Símey

Félagasamtök: ASÍ, BSRB, FÍN, Kennarasamband Íslands, Ferðafélag Íslands

Sveitarfélög: Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Ísafjarðarkaupstaður, Reykjavíkurborg, Seyðisfjarðarkaupstaður (Múlaþing), Samband íslenskra sveitarfélaga

Nýttu öfluga tengslanetið mitt! Ég kem með sérfræðingana sem þig vantar, þekki lausnirnar og saman gerum við stóra hluti!