02
Verkefnastjórnun - undirbúningur og þarfagreining.
Ein mestu verðmæti í því að fá Fúnksjón að verkefnum eru ekki síst fólgin í vissu um að verkefnin munu klárast. Reynsla mín af því að stýra stórum sem smáum stafrænum verkefnum er mikil og farsæl. Þegar ráðist er í smíði á nýjum vef eða endurskipulag á eldri vef skiptir undirbúningur höfuðmáli. Við þurfum að kynnast notendum vefsins, rýna í þarfir þeirra og fá sjónarmið hagsmunaaðila í fyrirtækinu. Það er t.d. gert með viðtölum, notendaprófunum, netkönnun, flokkunaræfingum og greiningu.