Ráðgjöf og þjónusta

Ráðgjöf á mannamáli

Eru allir hættir að hlusta á þig? Þarftu ráðgjafa með reynslu til að fá stuðning? Ég skil þig, hlusta á þig og sannfæri stjórnendur. Ég tala mannamál. Tala ekki í frösum sem aðeins sérfræðingar skilja. 

Verðlagning er gegnsæ. Tímagjaldið er 21.000 kr. + vsk. Enginn afsláttur veittur af gæðum. Heill námskeiðsdagur kostar 300.000 kr. + vsk og hálfur 175.000 kr. + vsk. Undirbúningur og samantekt innifalin.

Gegnsær út í gegn. Ofrukka ekki og enginn afsláttur af gæðum. Tímagjald 21.000 kr. + vsk

Ráðgjöf og þjónusta

  • Stafræn ráðgjöf - Tengslanetið er gulls í gildi.

  • Verkefnastjórnun - undirbúningur og þarfagreining.

  • Sérfræðimat og vefgreining

  • Stefnumótun - stuðningur við stjórnendur

  • Innri miðlun - Workvivo, Viva Engage, Teams

Námskeið og fyrirlestrar

  • Fjölbreytt námskeið í boði

  • Fyrirlestrar um allt sem snýr að stafrænum umbreytingum. Fáðu hugmyndir út frá eldri fyrirlestrum

Þjónusta

01

Stafræn ráðgjöf - Tengslanetið er gulls í gildi.

Fúnksjón er eins manns fyrirtæki en er með risa stórt tengslanet við aðra sérfræðinga og ráðgjafa á nánast öllum sviðum. Ég hef unnið með gríðarlega öflugu fólki með ólíka sérþekkingu og get raðað saman landsliði í stafvæðingu. Í umfangsmeiri verkefnum get ég kallað á sérfræðinga sem ganga í verkefnin með mér og mínum viðskiptavinum. Þetta tengslanet er mikill styrkur fyrir mína viðskiptavini og mína ráðgjöf.

02

Verkefnastjórnun - undirbúningur og þarfagreining.

Ein mestu verðmæti í því að fá Fúnksjón að verkefnum eru ekki síst fólgin í vissu um að verkefnin munu klárast. Reynsla mín af því að stýra stórum sem smáum stafrænum verkefnum er mikil og farsæl. Þegar ráðist er í smíði á nýjum vef eða endurskipulag á eldri vef skiptir undirbúningur höfuðmáli. Við þurfum að kynnast notendum vefsins, rýna í þarfir þeirra og fá sjónarmið hagsmunaaðila í fyrirtækinu. Það er t.d. gert með viðtölum, notendaprófunum, netkönnun, flokkunaræfingum og greiningu.

03

Sérfræðimat og vefgreining.

Fáðu auga reynslunnar á vefinn eða stöðu stafrænna umbreytinga. Í hnitmiðaðri skýrslu færðu samantekt á því sem er vel gert, öðru sem má bæta og færð ráðleggingar um næstu skref.

Fáðu einnig yfirlit um þjónustu og frammistöðu þeirra sem þú berð þig saman við. Sett fram á skýran hátt og þú metur stöðu þíns vefs í framhaldi.

04

Stefnumótun - stuðningur við stjórnendur.

Stafræn umbreyting krefst skýrrar stefnu og þar kemur inn mikilvægi stjórnenda og stuðnings þeirra. Það þarf að smíða skýra stefnu sem allir í fyrirtækinu skilja og fara eftir. Hluverk gervigreindar þarf að vera skýrt og stefnan og aðgerðaáætlun í stafrænum málum þarf að vera í samræmi við heildarstefnu fyrirtækisins. Ég skipulegg vinnustofur og laða fram hugmyndir starfsfólks, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila. Fáðu reynsluna með þér í lið í þinni stafrænni umbreytingu og sjáðu til þess að verkefnin þín klárist.

05

Innri miðlun: Workvivo, Viva engage og Teams.

Hvernig er staða á innri upplýsinga- og samskiptamiðlun?  Ég hef langa reynslu af innri upplýsingamiðlun og hjá Hafnarfjarðarbæ hefur hún verið tekin i gegn á síðustu árum með Workplace og síðar Workvivo. Hvað ætlarðu að gera þegar Workplace verður farið? Þekkirðu kosti Viva engage, Workvivo, Avia eða annarra lausna? Hverjar eru takmarkanir þessara lausna? Fáðu sérfræðimat á næstu skrefum. Innri miðlun skiptir höfuðmáli.

Námskeið og fyrirlestrar

01

Námskeið

Þarftu að fá aukinn skilning á stafrænum umbreytingum? Vantar innblástur fyrir verkefnin framundan? Örnámskeið, ein vinnustofa eða gott hnitmiðað erindi sniðið að þínum þörfum gæti hentað þér.

02

Fyrirlestrar

Skoðaðu fyrirlestra sem ég hef haldið undanfarin ár. Ég hef tilhneigingu til að fara á flug í fyrirlestrum þrátt fyrir að vera mikill "introvert" eða kannski þess vegna. Og mögulega vegna þess að ég brenn fyrir efninu sem ég flyt.

Eftir hverju ertu að bíða?