Ríkisvefur Íslands. Hvað getum við lært af gov.uk?
Á UT messu 7. febrúar 2014 hélt ég erindi um breska ríkisvefinn gov.uk og freistaðist að svara spurningunni hvort þetta væri leið fyrir Ísland? Svarið er já, íslensk stjórnvöld eiga hiklaust að skoða bresku leiðina og stuðla þannig að stórbættri rafrænni þjónustu og betri nýtingu fjármagns. Einnig má lesa grein sem er byggð á efni fyrirlestursins.