Fræðsluefni

Námskeið

Með námskeiðum og fyrirlestrum leitast ég við að styrkja vefstjóra og aðra sérfræðinga í vefmálum í starfi, vekja athygli á mikilvægi efnis og aðstoða þátttakendur við að gera betri vefi. Umsagnir þátttakenda hvetja mann líka áfram.

Frá árinu 2010 hef ég staðið fyrir námskeiðum um vefmál hjá Endurmenntun HÍ, Vefskólann, starfaði sem aðjúnkt í vefmiðlun á Hugvísindasviði Háskóla Íslands 2011-2019. 
Á síðustu árum hef ég kennt fjölmörg námskeið í fyrirtækjum og stofnunum m.a. um skrif fyrir vefinn, vefstjórnun, stafræna umbreytingu, ávinning af stafrænum verkefnum og stafrænu vinnuafli.

Myndbandið hér fyrir neðan er kynning á vefmiðlun við HÍ eins og það var þegar ég kenndi það. Efnið fangar nokkuð vel kjarnann í því sem stafrænn leiðtogi þarf að kunna skil á.

Sérnsiðin námskeið

Ég vek athygli fyrirtækja og stofnana á því að ég býð upp á sérsniðin námskeið og fyrirlestra t.d. varðandi skrif fyrir vefinn, skipulag innri vefja, stafræna umbreytingu, ávinning af stafrænum verkefnum og undirbúning vefverkefna. Hafið samband fyrir nánari upplýsingar.

Viltu fá námskeið inn á þinn vinnustað?