Árlega gefur Nielsen Norman Group út skýrslu um 10 bestu innri vefina sem er byggð á innsendum tillögum frá fyrirtækjum um allan heim. Eitt íslenskt fyrirtæki hefur náð þeim árangri að hljóta þessa viðurkenningu en það var Kaupþing sáluga.
Skýrslan er mikil að vöxtum og má efast um að nokkur manneskja hafi lesið hana frá upphafi til enda. Helsti kostur hennar er fjöldi skjáskota af innri vefjum sem annars eru öðrum lokaðir.
Niðurstöðukaflinn er áhugaverður en ég ætla að gera grein fyrir helstu niðurstöðum skýrslunnar fyrir 2013.
Að meðaltali vinna 27 starfsmenn að innri vefjum þessara fyrirtækja og hefur sá fjöldi farið vaxandi. Aukinn fjöldi sýnir aukna vigt innri vefja í rekstri fyrirtækjanna.
Ráðgjafar eru áberandi í teymunum en 8 af 10 nutu liðsinnis ráðgjafa. Margir þeirra komu að ráðgjöf varðandi innleiðingu og sérsmíði í kringum SharePoint en komu einnig að hönnun, þróun, notendarannsóknum, skipulagi, verkefnastjórnun og áætlanagerð.
Verktakar og óháðir ráðgjafar koma inn með sérþekkingu sem er oft ekki fyrir hendi í fyrirtækjunum en veitir þeim stuðning. Þetta er oft þekking og reynsla sem er ekki endilega nauðsynlegt að fjárfesta í með ráðningu starfsmanna.
Í skýrslunni er lögð áhersla á mikilvægi þess að fá inn höfunda efnis fljótlega í ferlinu en það er oft sá þáttur sem bregst og seinkar verkefnunum. Einnig er mikilvægt að kalla eftir þörfum og sjónarmiðum hagsmunaaðila snemma í ferlinu. Efnið er það sem ræður einna mestu um hvernig upplifun notenda er á vefnum. Það þolir enginn illa lyktandi og óvandað efni.
Nokkrar sterkar tilhneigingar hafa verið í gangi síðustu ár í þróun innri vefja og margar þeira halda áfram í ár. Meðal þeirra má nefna:
Að lokum má geta þess að aðeins einn innri vefur býður upp á mobile útgáfu og draga skýrsluhöfundar þá ályktun að mobilevæðing innri vefja hafi staðnað. Margir hafa mótmælt þessari ályktun og telja þetta ekki einkennandi þróun fyrir innri vefi í dag heldur þvert á móti.
Endurmenntun býður upp á námskeið um innri vefi 4. og 6. mars nk. Í þessu námskeiði verður farið yfir helstu þætti í uppbyggingu á innri vefjum í stofnunum og fyrirtækjum. Auk mín mun Guðný H. Danivalsdóttir, vefstjóri WOW Air, kenna. En við leiddum innra vefs verkefni Kaupþings á sínum tíma.