Þinn samstarfsaðili í stafrænum verkefnum

Halló, ég heiti Sigurjón!

Ég vinn með fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum í stafrænni umbreytingu. Hvort sem þú þarft nýjan vef, vilt umbreyta stafrænni þjónustu eða bara koma verkefnum í höfn þá get ég aðstoðað.

Sigurjón í stuttu máli

25 ára reynsla
Höfundur Bókarinnar um vefinn
Reyndur fyrirlesari
Stýri vinnustofum
Verkefnastjóri
Stafrænn leiðtogi

Viðskiptavinir Fúnksjón koma víða að

Fáðu mig í verkefnastjórnun, þarfagreiningu, námskeiðahald, eða stefnumótun. Kannski þarftu aðeins að spegla þig í verkefni með kollega þá er ég hér til að hjálpa.

Veistu ekki hvert þú ert að fara? Stefnumótun er mitt fag. Mótaðu stafræna stefnu með reyndum ráðgjafa

Stafræn ráðgjöf.

Eru allir hættir að hlusta á þig? Þarftu ráðgjafa með reynslu til að fá stuðning? Ég skil þig, hlusta á þig og sannfæri stjórnendur.

Námskeið, fyrirlestrar og þjálfun.

Þarftu að fá aukinn skilning á stafrænum umbreytingum? Vantar innblástur fyrir verkefnin framundan? Gott hnitmiðað erindi sniðið að þínum þörfum gæti hentað þér.

Hvað segja viðskipavinir um þjónustuna?

Jónína Björk Vilhjálmsdóttir
sviðsstjóri
"Sigurjón vann með okkur þarfagreiningu og tilboðsgögn fyrir nýjan vef fyrir EFLU verkfræðistofu. Vinnan var fagleg, ráðgjöfin innihaldsrík og eftirfylgnin með miklum sóma. Sigurjón var aðgengilegur í gegnum allt ferlið og auðvelt var að leita til hans. Mælum með því að vinna með Fúnksjón í vegferðinni að nýrri vefsíðu. Góð þarfagreining er hornsteinninn að vel heppnuðum vef!"
Jón Örn Guðbjartsson
sviðsstjóri
"Sigurjón Ólafsson er fagmaður fram í fingurgóma. Hann hefur lagt margt gagnlegt fram til að bæta vef HÍ. Hann hefur unnið við greiningu þarfa vegna vefsvæða HÍ. Tillögur hans hafa verið skýrar, hnitmiðaðar og vel rökstuddar.

 Ég mæli með Fúnksjón þar sem þörf er á skýrri hugsun, faglegri nálgun og viljanum til að bæta upplifun notenda, ekki síst þar sem nýta á gervigreind."
Sólveig Hildur Björnsdóttir
Framkvæmdastjóri
"Sigurjón veitir framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á viðfangsefninu sem er afar dýrmæt, sérstaklega þegar verkefnið er bæði stórt og sérhæft. Við hjá Mími erum mjög ánægð með viðskiptin við Fúnksjón."