6 spora kerfið til bættrar vefheilsu

Á ráðstefnu Ríkiskaupa 7. nóvember fékk ég tækifæri til að flytja erindi um opinbera vefi. Ég kaus að kalla erindið „Betri opinberir vefir“ og hnýtti aftan við heitið „6 spora kerfið til bættrar vefheilsu“. Þessi grein er unnin upp úr erindinu og hægt er að skoða glærurnar hér á síðunni…

Viðtöl í undirbúningi vefverkefna

Í viðleitni minni að gera vefi betri og notendamiðaðri er ég farinn að tileinka mér fleiri aðferðir í notendarannsóknum. Í þessari grein fjalla ég um viðtöl við notendur og hagsmunaaðila (starfsmenn) en þetta er aðferð sem skilar miklum ávinningi þó hún henti ekki í öllum tegundum vefverkefna. Í viðtölum fáum…

Mýtan um dýrar og tímafrekar notendaprófanir á vef

Ein af mýtunum á vefnum er að notendaprófanir séu of kostnaðarsamar og tímafrekar. Þess vegna ákveða vefteymi að sleppa prófunum enda stöðug barátta við tímafjandann og kostnað. Ég hef fullan skilning á því að vefstjórar hafa takmörkuð fjárráð en ég hef enga samúð með þeim sem halda á lofti þessari…

Erindi frá ráðstefnu EuroIA í Edinborg

Þann 27. september hélt ég svokallað “Lightning Talk” á ráðstefnu evrópskra upplýsingaarkitekta í Edinborg, EuroIA, og erindið var búddismi og notendaupplifun. Sumir lesendur kannast líklega við umfjöllun um efnið. Ég ætla að leyfa mér að gera undantekningu á blogginu og birta í fyrsta sinn færslu á ensku þ.e. lengri útgáfu af…

Fyrirgefðu ástin. Ég varð óvart nr. 1 í Google

Það má til sanns vegar færa að ég sé nokkuð reyndur í vefmálum. Það breytir því hins vegar ekki að ég get verið stundum ansi mikill amatör og hef reyndar viðurkennt á mig fúsk. En kann ég að koma vef í fyrsta sæti í Google? Tölum um leitarvélabestun. Eða ætti…

Hinn stóri misskilningur um vefstjórastarfið

Þeir sem vinna við vefstjórn eiga stundum erfitt með að útskýra í hverju starf þeirra felst. Það eru ýmsar ranghugmyndir í gangi og víða vantar upp á skilning og virðingu fyrir starfi vefstjórans. Það er okkar að fræða og breyta þessu en verum þolinmóð. Starf vefstjórans er tiltölulega nýtt starfsheiti…

Vefstefna á ekki heima í skúffu

Af minni reynslu eru svo til allir vefstjórar í vandræðum með vefstefnu. Það reynist oft erfitt að finna tíma til að móta vefstefnu þó ásetningurinn sé góður. Mikilvægi hennar er líka vanmetið. Fyrir vefstjóra er hún mikilvægt haldreipi þegar hagsmunaaðilar gerast of ágengir í að stjórna vefnum út frá eigin…

Auglýsingastofur og vefmálin: Nýtt tilhugalíf?

Í stuttri sögu vefsins á Íslandi hafa vefmál verið lengst af fyrir utan radar auglýsingastofa. Vefhönnun, forritun og vefgreiningu hefur yfirleitt verið sinnt af vefstofum eða einyrkjum. Hverju sætir þetta? Og hvers vegna virðist viðsnúningur vera að eiga sér stað núna? Í dag dettur engum í hug annað en að…

Búdda veitir leiðsögn á vefnum

Í lok september flyt ég erindi um tengsl búddisma og notendaupplifunar á vef á ráðstefnunni EuroIA í Edinborg. Þessi titill á erindi ásamt tilkynningu um nýstofnað fyrirtæki mitt Fúnksjón vefráðgjöf var tilefni viðtals á Rás 1 mánudaginn 19. ágúst. Dagur Gunnarsson tók viðtalið fyrir þáttinn Sjónmál sem er á dagskrá…

Fúnksjón hefst handa við að bæta vefheiminn

Ný nálgun í vefmálum er boðuð hjá Fúnksjón vefráðgjöf sem nýlega hóf starfsemi. Fúnksjón vill auka virðingu fyrir efni á vef, efla fræðslu fyrir vefstjóra og hvetja til breyttrar forgangsröðunar í vefverkefnum. Helsta þjónusta sem Fúnksjón veitir: Styrkja vefstjóra í starfi með námskeiðum og fræðslu Aðstoða fyrirtæki við mótun vefstefnu,…